Vallarmótið fellur niður!

Vegna óviðráðanlegra orsaka þá fellur vallarmótið niður sem ætlunin var að hafa helgina 27-28 ágúst. Þykir okkur í stjórn félagsins þetta miður…


Posted in Félagið, Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

WBHC 2017 á ítalíu

Opnað hefur verið fyrir skráningar á WBHC 2017 Ítalíu. en það verður í júní 2017

http://www.wbhc2017.com/index.asp?ln=en&c=2


Posted in Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

Fréttir frá IFAA um hvað er næst á döfinni.

Info-pamphlet-June-2016

Posted in Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

IFAA Field Manual

IFAA-Field-manual-2015-1

Posted in Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Bogveiðifélag Íslands verður haldinn 24 maí.

Fundurinn verður haldinn að Laugartúni 3 550 Sauðárkróki.
Kl 20.00. en einnig hægt að taka þátt í gegnum skype.

Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf

3 ef ekki 4 aðilar gefa ekki lengur kost á sér í stjórn.

Hvetjum við því alla þá sem áhuga að taka þátt í starfinu að bjóða sig fram til stjórnar að hafa samband í gegnum
bogveidi()bogveidi.net og hægt er að gera það fram að aðalfundi.

Hægt verður að taka þátt í gegnum Skype, áhugasamir hafið samband í gegnum bogveidi()bogveidi.net

En vegna mikilla anna hjá stjórnarmeðlimum þá hefur það tafist að halda aðalfund fyrir
ákveðinn tíma eins og tilgreint er í lögum félagasins. Biðst stjórn velvirðingar á þessari seinkun.

Stjórnin


Posted in Félagiðwith no comments yet.

Hefurðu áhuga á að fara á IBEP bogveiðinámskeið, skráðu þig!

Hefurðu áhuga á að fara á IBEP námskeið. Vertu ábyrgur komdu á námskeið 🙂

Nú er tækifærið skráðu þig á lista í gegnum bogveidi@bogveidi.net.

Hugmyndir er uppi að halda IBEP námskeið haustið 2016 ef nægur fjöldi næst.

Námskeiðsgjald færi eftir fjölda þáttakenda.

https://www.bowhunter-ed.com/minnesota/studyGuide/Video-Archery-Practice/301024_700096855/


Posted in Bogveiði, Félagiðwith 1 comment.

Ísland á lista yfir þar sem hægt er að fá IBEP bogveiði réttindi.

Ísland á lista yfir þau lönd þar sem hægt er að fara á IBEP alþjóðlegt bogveiðinámskeið.
Erum þar með kominn i hóp hinna norðurlandanna þar sem þessi námskeið hafa verið haldin og möguleika fara á í framtíðinni.

The International Bowhunter Education Program (IBEP)


Posted in Bogveiði, Félagiðwith no comments yet.

Tilkynning frá stjórn Bogveiðifélag Íslands.

Stjórn Bogveiðifélag Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með að heildarenduskoðun á vopnalögum fari ekki fram. Upplýsingar hafa borist fyrir hvert þing að ætlunin er að leggja þau fram. Í staðin er eingöngu verið að setja inn breytingar er snúa að ESB. Í dag þá hamla núverandi lög um bogaeign útbreiðslu á allri bogfimi hverskonar á Íslandi. Ef horft er til norðurlandanna og eftir nýjustu breytingar í vopnalögum ESB (2015) þá er bogi og ör og allt sem þeim tilheyrir ekki tilgreint sem vopn heldur sem íþróttatæki. Bogveiðifélag Íslands er hagsmunaaðili bogaeigenda og hefur félagið verið í samskiptum við ráðuneyti og þingmenn síðan 2010-2011 um að koma inn breytingum er varðar bogaeign en lítið orðið ágengt. Bogveiðifélag Íslands hvetur ráðuneyti og þingmenn að koma þessu stóra máli sem heildar endurskoðun á vopnalögum er, sem fyrst á dagskrá þingsins. En sátt var um þau drög að frumvarpi þegar þau komu frá nefnd um endurskoðun laganna 2009.

Stjórn Bogveiðifélag Íslands


Posted in Félagiðwith no comments yet.

Samþykktir þjálfarar/leiðbeindur!

Félagið hefur til umráða 2 þjálfara/leiðbeinendur sem hafa verið samþykktir af IFAA.

Hafa þeir náð level 1 og 2.

En þeir eru Geir Harðarson og Indriði R. Grétarsson


Posted in Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

Ný síða enn í mótun.


Posted in Félagiðwith no comments yet.