Engin þáttaka í Vallamóti.

Vegna dræmrara þáttöku í vallamóti sem fyrirhugað var að halda 23-25 júní þá hefur verið ákveðið að slá það af að sinni.

En vonandi náum við að byggja upp áhuga fólks á að koma á svona mót.

Kv

Stjórn Bogveiðifélagsins.

 

 


Posted in Félagið, Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

Aðalfundur 2017

Aðalfundur Bogveiðifélags Íslands verður haldinn 28 mars kl 21.00. Verður haldinn að Laugartúni 3 550 Sauðárkróki. En einnig verður hægt að taka þátt í gegnum skype. Venjuleg aðalfundarstörf, skýrsla stjórnar, ársreikningur, kostning stjórnar. önnur mál.

Þið sem hafið hug á að taka þátt í gegnum skypea hafið samband í gegnum indridi@bogveidi.net.

Ef þið hafið áhuga á að taka þátt í starfsemi félagsins með að bjóða sig fram í stjórn endilega verið í sambandi.

Ætlunin hafði verið að hafa hann 14 mars en það láðist að auglýsa á réttum miðlum og beint til félgasmanna.

 

Kv. stjórnin

 


Posted in Félagiðwith no comments yet.

Greiðsla félagsgjalda 2017.

Greiðsluseðlar hafa verið sendir í heimabanka félagsmanna.
Ef þú hefur ekki hug á að vera áfram í félaginu sendu póst á bogveidi@bogveidi.net og við tökum þig af listanum og afskráum kröfuna í bankanum.

Endilega gangið frá greiðslum sem fyrst.

Kv
Stjórnin


Posted in Félagiðwith no comments yet.

Félagsgjald 2017

Greiðsluseðill fyrir félagsgjald 2017 hefur verið sendur í heimabanka.
Um er að ræða valgreiðslu.
Ef þið ákveðið ekki að greiða og þar með skrá ykkur úr Bogveiðifélaginu endilega látið vita á bogveidi@bogveidi.net svo hægt sé að uppfæra félagaskránna ofl.

kv
Stjórnin.


Posted in Félagiðwith no comments yet.

Óskum félagsmönnum og landsmönnum öllum Gleðilegra jóla.


Posted in Félagiðwith no comments yet.

Vallarmótið fellur niður!

Vegna óviðráðanlegra orsaka þá fellur vallarmótið niður sem ætlunin var að hafa helgina 27-28 ágúst. Þykir okkur í stjórn félagsins þetta miður…


Posted in Félagið, Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

Aðalfundur 2016

Aðalfundur Bogveiðifélag Íslands verður haldinn 24 maí.

Fundurinn verður haldinn að Laugartúni 3 550 Sauðárkróki.
Kl 20.00. en einnig hægt að taka þátt í gegnum skype.

Dagskrá.
Venjuleg aðalfundarstörf

3 ef ekki 4 aðilar gefa ekki lengur kost á sér í stjórn.

Hvetjum við því alla þá sem áhuga að taka þátt í starfinu að bjóða sig fram til stjórnar að hafa samband í gegnum
bogveidi()bogveidi.net og hægt er að gera það fram að aðalfundi.

Hægt verður að taka þátt í gegnum Skype, áhugasamir hafið samband í gegnum bogveidi()bogveidi.net

En vegna mikilla anna hjá stjórnarmeðlimum þá hefur það tafist að halda aðalfund fyrir
ákveðinn tíma eins og tilgreint er í lögum félagasins. Biðst stjórn velvirðingar á þessari seinkun.

Stjórnin


Posted in Félagiðwith no comments yet.

Hefurðu áhuga á að fara á IBEP bogveiðinámskeið, skráðu þig!

Hefurðu áhuga á að fara á IBEP námskeið. Vertu ábyrgur komdu á námskeið 🙂

Nú er tækifærið skráðu þig á lista í gegnum bogveidi@bogveidi.net.

Hugmyndir er uppi að halda IBEP námskeið haustið 2016 ef nægur fjöldi næst.

Námskeiðsgjald færi eftir fjölda þáttakenda.

https://www.bowhunter-ed.com/minnesota/studyGuide/Video-Archery-Practice/301024_700096855/


Posted in Bogveiði, Félagiðwith 1 comment.

Ísland á lista yfir þar sem hægt er að fá IBEP bogveiði réttindi.

Ísland á lista yfir þau lönd þar sem hægt er að fara á IBEP alþjóðlegt bogveiðinámskeið.
Erum þar með kominn i hóp hinna norðurlandanna þar sem þessi námskeið hafa verið haldin og möguleika fara á í framtíðinni.

The International Bowhunter Education Program (IBEP)


Posted in Bogveiði, Félagiðwith no comments yet.

Tilkynning frá stjórn Bogveiðifélag Íslands.

Stjórn Bogveiðifélag Íslands lýsir yfir miklum vonbrigðum með að heildarenduskoðun á vopnalögum fari ekki fram. Upplýsingar hafa borist fyrir hvert þing að ætlunin er að leggja þau fram. Í staðin er eingöngu verið að setja inn breytingar er snúa að ESB. Í dag þá hamla núverandi lög um bogaeign útbreiðslu á allri bogfimi hverskonar á Íslandi. Ef horft er til norðurlandanna og eftir nýjustu breytingar í vopnalögum ESB (2015) þá er bogi og ör og allt sem þeim tilheyrir ekki tilgreint sem vopn heldur sem íþróttatæki. Bogveiðifélag Íslands er hagsmunaaðili bogaeigenda og hefur félagið verið í samskiptum við ráðuneyti og þingmenn síðan 2010-2011 um að koma inn breytingum er varðar bogaeign en lítið orðið ágengt. Bogveiðifélag Íslands hvetur ráðuneyti og þingmenn að koma þessu stóra máli sem heildar endurskoðun á vopnalögum er, sem fyrst á dagskrá þingsins. En sátt var um þau drög að frumvarpi þegar þau komu frá nefnd um endurskoðun laganna 2009.

Stjórn Bogveiðifélag Íslands


Posted in Félagiðwith no comments yet.