Skráning hafin á Bogveiðinámskeið

Bogveiðinámskeið 2017 Skráning


Posted in Bogveiðiwith no comments yet.

BOGVEIÐINÁMSKEIÐ 2017

Nú ætlum við aftur að að ath hvort áhugi sé að halda bogveiðinámskeið á þessu ári 2017.

En til að svo geti orðið þá þurfum við að ná um 20 manns á námskeið til að halda kostnaði í lágmarki. Ef við náum ekki í 20 manns þá mun kostnaður deilast jafnt sem því nemur. Ekki er kominn dagsetning, staðsetning eða verð En verið er að horfa á lok maí/byrjun júní. Einhverjir hafa skráð sig og ætla á námskeið. Biðlum við því til ykkar sem hafið áhuga eða ætli að skrá sig sem fyrst svo við getum farið að ath með tímasetningar á námskeiði og séð fjölda. eða senda póst á bogveidi@bogveidi.net fyrir nánari upplýsingar eða skráningu. Og endilega deilið þessu til sem flestra sem gætu haft áhuga námskeið er áætlað 3 dagar. 18 klst byrjað seinnipart föstudags til sunnudagskvöld. Bóklegt og verklegt.

En samhliða þessu þá verður reynt að halda námskeið fyrir Íslenska leiðbeinendur sem geta svo haldið þetta IBEP námskeið óháð erlendum aðilium en í dag þurfum við að fá aðila erlendis frá til að kenna. Því er til mikils að vinna með að fá þennan leiðbeinanda til landsins.

Skráning í gegnum facebook Skráning bogveiðinámskeið


Posted in Bogveiðiwith no comments yet.

BOGVEIÐIFERÐ 2017

Hugmyndir eru uppi að fara í Bogveiðiferð til USA í október. Um væri að ræða 7 daga í veiði.9-10 dagaferð í það heila Búið er að taka frá fyrir okkur pláss á besta tíma í þriðju viku í október þegar ruttið ef einhverjir vilja fara. Ætlunin er að fara út 16 október og koma heim 25 október.
Höfum verið í sambandi við aðila í Missouri ekki langt frá Kansas. En hann er vanur að taka á móti fólki frá Evrópu og hafa Finnar verið duglegir að fara til þessa aðila. Ef það skrá það margir sig áhugasamir fyrir þá gæti verið skoðað með 2 ferðir. en við þurfum að ná að lágmarki 4 en best er 4-6 í ferð Verið er að tala um veiði á Whitetail 1 buck og 1 doe og svo 1 Kalkún
Verð fyrir utan flug er 2500$, 1/3 borgað sem staðfestingar gjald rest þegar komið er á staðin. innifalið er allur matur, gisting, far til og frá flugvelli, leiðsögn. Ekki er krafist bogveiðinámskeið en samt gott að vera búinn að fara á þannig og vera með íslenskt veiðikort. Hægt er að veiða með langboga, trissuboga,Sveigboga sem og Lásboga lánað á staðnum. Stutt er til Kansas þar sem ein stærsta Cabelas búðin er ef fólk vill nýta ferðina í verslun. Ef þið hafið áhuga endilega skráið ykkur í gegnum grúbbuna á facebook eða sendið póst á bogveidi@bogveidi.net

Griffin Bow Hunts along with Indriði Ragnar Grétarsson would like to invite
Icelantic Bow Hunters to Missouri. Missouri is in the central United States. We at Griffin Bow Hunts caters to all bowhunters from the novice to the professional bow hunter. We are between the small towns of Trenton and Jamesport in what is call James/Younger Country. Home of the famous outlaws Frank and Jesse James and the Younger brothers ‘ Jamesport is an Amish Community. We are in one of the best areas for Big Whitetail Deer and Eastern Turkey. We are not fancy but comfortable with a home like atmosphere. We are looking forward to your visit. If you have any questions feel free to contact me or Indriði Ragnar Grétarsson.
Sincerely yours in hunting, Ben Griffin

BOGVEIÐIFERÐ Á FACEBOOK
Ben Griffin Bowhunting


Posted in Bogveiðiwith no comments yet.

Ný Vefverslun. Bogasteinn.net

Komin er ný vefverslun með bogfimibúnað ýmiskonar og heitir hún Bogasteinn en samkvæmt upplýsingum á vefverslun þá verða aðal áherslur á: 3D. Vallarbogfimi, bogveiði og byrjendur.

Bogasteinn

Bogasteinn á Facebook


Posted in Bogveiði, Vallar og 3D Bogfimi á Íslandiwith no comments yet.

Hefurðu áhuga á að fara á IBEP bogveiðinámskeið, skráðu þig!

Hefurðu áhuga á að fara á IBEP námskeið. Vertu ábyrgur komdu á námskeið 🙂

Nú er tækifærið skráðu þig á lista í gegnum bogveidi@bogveidi.net.

Hugmyndir er uppi að halda IBEP námskeið haustið 2016 ef nægur fjöldi næst.

Námskeiðsgjald færi eftir fjölda þáttakenda.

https://www.bowhunter-ed.com/minnesota/studyGuide/Video-Archery-Practice/301024_700096855/


Posted in Bogveiði, Félagiðwith 1 comment.

Ísland á lista yfir þar sem hægt er að fá IBEP bogveiði réttindi.

Ísland á lista yfir þau lönd þar sem hægt er að fara á IBEP alþjóðlegt bogveiðinámskeið.
Erum þar með kominn i hóp hinna norðurlandanna þar sem þessi námskeið hafa verið haldin og möguleika fara á í framtíðinni.

The International Bowhunter Education Program (IBEP)


Posted in Bogveiði, Félagiðwith no comments yet.

Fyrsta IBEP Bogveiðinámskeiðið haldið 2014

Fyrsta IBEP bogveiðinámskeið á Íslandi var haldið í Reykjavík nú um helgina 27-28 september.

Námskeið þetta er haldið af af Bogveiðifélagi Íslands, fyrir þá sem hafa hug á að veiða með boga á Grænlandi eða þeim löndum þar sem bogveiði er leyfð og IBEP skírteinis krafist. Vonir standa til að sá möguleiki opnist hér á landi í náinni framtíð.

Fjórtán manns sóttu námskeiðið, þar af 2 konur og þótti það takast frábærlega í alla staði.

Leiðbeinandi var Carlos Freitas frá Portúgal, ákaflega virtur og reyndur bogfimi- og bogveiðimaður, með sérstök réttindi til að halda námskeið sem þetta.

Bogveiðifélag Íslands hefur átt viðræður við yfirvöld um stofnun starfshóps um mögulega bogveiði hérlendis.

Það mun vonandi styrkja það ferli, að nú hafi 14 manns staðist þetta námskeið hér á landi og eru því klárir til veiða með IBEP réttindi þegar færi gefst. Með námskeiðinu hafa einnig opnast ný tækifæri og aukin veiðiréttindi á erlendri grundu.
IBEP (International Bowhunter Education Program) er alþjóðlegt bogveiðinámskeið sem er haldið fyrir þá sem hafa hug á að stunda bogveiðar og er skilyrt eða samþykkt af yfirvöldum í um 95-99 % landa þar sem bogveiði er leyfð, en öll bogveiðinámskeið sem löndin sjálf halda eru byggð á þessu námsefni.


Posted in Bogveiðiwith no comments yet.